english

Teiknaði Hnefinn

Félag íslenskra teiknara sem vinna í þágu mannréttinda

Teiknarar Um félagið

Stefna

Við í Teiknaða hnefanum vitum hvað myndlist er áhrifaríkt færi í réttindabaráttu jaðarhópa. Hvernig myndlist býr til og breytir menningu, þar að leiðandi heilum samfélögum. Við erum meðvituð um okkar rödd og getu til að koma á jákvæðum breytingum í okkar nær umhverfi. Við fyrirlítum brot á borgaralegum og mannréttindum fólks, og hvers kyns kúgun. Við heitum því að leggja okkar að mörkum til að vernda og styðja réttindabaráttu jaðarhópa. Við stöndum gegn hvers kyns kúgun og ójöfnuði. Félagið var stofnað af hinsegin, trans og fötluðum teiknurum.

Félagið var stofnað til að efla tengsl teiknara við samtök, skóla, fyrirtæki og hvern sem leitar að réttsýnum, sterkum og faglegum teiknurum.
Það getur reynst samtökum, fyrirtækjum og fleirum erfitt að finna rétta teiknarann fyrir verkefnið. Sumir leiðast jafnvel í það að nota AI sull því þau þekkja ekki teiknara í verkið. Við erum alfarið á móti AI sulli (e. AI slop). Við viljum gera það aðgengilegt að finna teiknara og hjálpa þannig bæði fólkinu sem leitar og teiknurunum sjálfum að fá áhugaverð verkefni. En einnig var félagið stofnað til að bæta tengsl teiknara við aðra teiknara með sömu gildi.



Ert þú teiknari og vilt slást í lið með okkur?

Endilega sendu okkur tölvupóst með portfólíó og ferilskrá. 𓂃🖊

Teiknadi@hnefinn.is