Heim aftur

Instagrammið mitt

Um mig

Ég heiti Alex og ég er 24 ára. Ég er myndlistarmaður. Þetta er vefsíðan mín.




Um Verkin mín



Mér finnst gaman að mála málverk, teikna teikningar, búa til teiknimyndir, kvikmyndir og vídjó listaverk, skúlptúra og innsetningar, sauma föt og búninga, prjóna, hekla, forrita vefsíður, skrifa sögur og ljóð, taka myndir, vinna myndir, hanna og smíða.

Ég fjalla um tilfinngar og reynslu, mína og annara, hugsanir, kyn, kynhneigð, félagsmótun, menningu, ofbeldi, kúgun, tengsl, vináttu, samskipti og fegurð. Hvernig það er að vera ég.
Ég held að eitt mikilvægasta hlutverk myndlistar er að tengja fólk saman og efla okkur, sýna samstöðu gagnvart kúgun og ofbeldi. Sýna eitthvað satt, eitthvað sem lætur einhvern vita og hann er ekki einn eða vekja athygli á einhverju. Ég hugsa líka mikið um liti, form, myndbyggingu. Léttleika og þunga og hvernig mismunandi áferðir vinna saman til að búa til eitthvað svalt og spennandi. Húmor og skemmtun koma líka oft fram í mínum verkum.



Þú mátt endilega hafa samband! Það væri gaman að heyra frá þér.