Um mig
Ég heiti Alex og ég er myndlistarmaður.
Ég útskrifaðist af myndlistarbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti árið 2020.
Ég stofnaði Galleríið í FB sem kallast Gallerí Gubb þegar ég var nemandi þar. Ég var formaður Gallerísins í eitt ár og við settum upp fullt af flottum sýningum.
Galleríið er enn starfrækt í dag.
Síðan lauk ég ári í myndlist við Listaháskóla Íslands, 2020-2021.
Ég hef líka sótt mörg námskeið og ýmsar smiðjur. Til dæmis í tilraunakenndri kvikmyndagerð, skapandi skrifum og trésmíði.
Ég hef tekið þátt í mörgum samsýningum og ég hef haldið tvær einkasýningar.
Ég hef unnið til nokkurra verðlauna. Ég vann Listamaraþon Unglistar bæði 2016 og 2018. Einnig vann ég jólakortakeppni FB árið 2018.
